15.11.2010 | 10:40
Villandi fyrirsögn
Aðalskipulag er skipulag og sýn sveitarstjórnar til framtíðar. Skipulag sem hverri sveitarstjórn er skylt að gera og markar stefnu hennar til að vinna eftir. Hef ekki séð að aðalskipulög séu tímasett. Það rétta er að umhverfisráðherra, Svandís Svafarsdóttir, úrskurðaði oddvita hreppsins vanhæfan að hafa unnið að aðalskipulagi hreppsins hvað varðar veglínuna. Það mætti spyja Umhverfisráðherra hver ætti þá að gera aðalskipulagið í sveitarfélaginu. Get ekki séð annað en allir íbúar þar hafi hagsmuna að gæta. Sveitarstjórn er því þvinguð til að taka málið upp að nýju. Það væri hinsvegar algjör svik við kjósendur og yfirlýst markmið þess flokks, sem fékk 4 af 5 sveitarstjórnarmönnum við síðustu kosningar út á stefnu sína í skipulagsmálum, ef hann félli fra aðal baráttumáli sínu og vilja 80-90 % íbúa sveitarfélagsins. Ég hef ekki séð neitt í fundargerðum hreppsins sem bendir til þess. Læt fylgja með þessa limru:
Sveitarstjórn skylt er að gera
og skipulag framtíðar bera
en Svandís er þver
og segir nú hér
oddvitan vanhæfan vera
Gefa eftir veginn um sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Reynir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.