Dyrhólaey

Þorsteinn minn: Væri nú ekki betra að þú  færir rétt með staðreyndir? Td. eftirfandi:

Að þú settir þetta hlið upp í leyfisleysi í annara manna landi og meinaðir nýráðnum landverði Dyrhólaeyjar aðgang að Eynni.. Að það er enginn ábúandi á Dyrhólaey. . Að þú og margumræddir "ábúendur" eru ekki eigendur að Dyrhólaey og hafa þar ekki annann rétt samkvæmt þinglýsingu en fuglatekju (til matar) og alls ekki þann rétt að gerast æðarbændur í annara manna landi.. Að Umhverfisráðuneytið og eigendur Dyrhólaeyjar höfðu gert með sér samning um vörslu og nýtingu Dyrhólaeyjar og hún skyldi opnuð 8. júní.  Að samkvæmt fugla og hreiðurtalningum hefur æðarfugli fækkað með hverju ári og töldust nú við síðustu talningu 7 æðarfuglshreiður. þrátt fyrir árlega friðun á varptíma fuglanna síðastliðin 30 ár. Mér er ekki kunnugt um að ferðamenn hafi valdið skemmdum á varplandi Eyjunnar, en þú talar um þá eins og einhverja skemmdarvarga eða meindýr inni á svæðinu. Reynsla annarstaðar hefur sýnt að flestir menn og fuglar geta lifað saman í sátt og samlyndi og fuglar sækja í öryggi í nábýli við menn og umferð.  Þetta sannast einnig með því að í nágrenni Víkur hefur æðarvarpi fjölgað.

Reynir Ragnarsson.

fyrverandi lögreluþjónn

 


mbl.is Ráðist inn í Dyrhólaey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Einhversstaðar hef ég séð það í lögum hvort það hafi verið í hegningarlögum, að ólögmætri aðgerða mætti ekki mæta með annarri ólögmætri aðgerð.

Þú þekkir þetta ef til vill Reynir þar sem þú ert fv. lögregluþjónn.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.6.2011 kl. 19:12

2 identicon

Þannig að þú ert hér með búin Þorsteinn að viðurkenna að þú hefur framið ólögmæta aðgerð?

Andfrés Viðarsson (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 21:12

3 identicon

Þorsteinn H. Gunnarsson.  Bið þig afsökunar á ummælum mínum hér ofar.  Tók mannafeil.

Andrés Viðarsson (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 23:39

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Andrés Viðarsson, afsökunin móttekin.

En að málefninu: Það hefur komið fram í fréttum, hafi ég tekið rétt eftir, að þessi friðun hafi verið auglýst í Stjórnartíðindum og að niðursetning hliðsins og merkingar verið lögmætar.

Er ekki hér eins og svo oft að menn þurfa að setjast niður og ræða málin og komast að sameiginlegri niðurstöðu þar sem hagsmunir allra séu skoðaðir, ferðaþjónustuhagsmunir og náttúruverndarhagsmunir.

Annars er hætt við að menn fari að safna liði og stjaka hvor öðrum fram af hömrunum

Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.6.2011 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Reynir Ragnarsson

Höfundur

Reynir Ragnarsson
Reynir Ragnarsson
fyrverandi lögreglumaður
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband