Þak að hrynja?

Var þakið ekki að sligast undan snjóþunga eða að fjúka af vegna veðurofsa.?  Var þetta kanski þak úr steinhellum?
mbl.is Þak að hrynja á fjósi með 70 gripum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styð ykkur Vestfirðingar

Það er mín skoðun að aðal flutningaleiðir um landið eigi að vera láglendisleiðir og sem stystar. Þá á ég við bæði hringveginn og hringveg um Vestfirði.  Það er ótrúleg skammsýni að ætla öllum flutningabifreiðum og öðrum sem eiga brýnt erindi á milli staða að aka langar leiðir fyrir firði og upp á fjöll og hálsa jafnvel daglega. Að því er séð verður aðeins vegna þess að þarna voru kindagöturnar og ekki til stórvirk tæki eða tækni til að fara hagkvæmustu leiðirnar. Hver eru svo rök þessa fólks fyrir því að ekkert megi færa til betri vegar.  Líffæðingar, náttúrufræðingar, eða bara einhverjir öfgasinnar eru gerðir út af örkinni til þess að leita að einhverjum sjaldgæfum skorkvikindum eða plöntum.  Síðan er okkur almúganum talið trú um að þessar lífverur lifi hvergi nema á þessum framkvæmdasvæðum og því sé nauðsinlegt að friða umrædd svæði.  Jafnvel örn á flugi yfir Teigskógi telst átilla til friðunar.  Ég hef ekki farið um þennan blessaða Teigskóg. Ef hann er ekki breiðari en það að  ein vegbreidd nægir til að spilla honum, þá er hann ekki friðunar verður.  Vegur sem liðast um skóginn eða í jaðri hans ætti miklu frekar að vera augnayndi og gefa fleiri Íslendingum og ferðamönnum tækifæri á að njóta hans.  Þeir sem það kjósa og hafa tíma til geta síðan ekið gömlu vegina um fjöll og firði.  Ég hef sagt það áður og get sagt það aftur að mér finnst ekki mikið þó að við Íslendingar héldum úti eins og tveim jarðgangna gengjum sem innu eingöngu að jarðgangna gerð árið um kring.  Það yrði örugglega ein arðbærasta fjárfesting þegar til lengri tíma er litið auk þess að draga verulega úr kolsýrings útbæstri og margfalda  öryggi vegfarenda. 
mbl.is Hefði viljað heyra fleiri sjónarmið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju

Gleðilegar fréttir. Það er mín skoðun að minnsta kosti tvö jarðgangna gengi ættu ættu að vera að störfum allt árið. Þannig að mannafli og tæki nýttust til fulnustu. Kostnaður yrði fljótur að borga sig með styttri og öruggari samgöngum í stað þess að aka upp á föll og fyrir firði með allan flutning að nauðsynjalausu.  Vonandi kemur einhverntíma að okkur Sunnlendingum að fá jarðgöng í gegnum Reynisfjall og stytta þannig hringveginn um 4 kílómetra. Gera um leð hringveginn að lálendisvegi allt frá Hveragerði til Austurlands.

Áfram Ísland.


mbl.is Fjármögnun ganga tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nota gömlu brúna?

Gamla brúin virðist hafa flotið af stöplunum og snúist. Mögulegt að bitar og gólf sé heilt. .  Eystri endinn nokurnveginn á sama stað. Hef verið að velta því fyrir mér hvort ekki mætti draga brúna upp á veginn austan meginn og draga hana síðan fram af endanum upp á þessa fjóra stöpla sem eftir eru. Tvær stórar ýtur, tveir stórir kranar og tvær stórar gröfur ættu að duga. Einnig mætti margfalda dráttarátakið með margskornum blökkum. Einnig mætti hluta brúna í tvo eða fleiri hluta hluta.  Læt þessa hugmynd flakka.  Sjálfsagt   reynt margt vitlausara á æfinni.


mbl.is Hugsanlegt að ferja bílana yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð hjálpi þeim

Ég segi nú bara Guð hjálpi Mývetningum, ferðaþjónustu þeirra og lífríkinu, ef friðlýsingin verður í framkvæmd með sama valdhroka og yfirgangi eins og Umhverfisráðherra  hefur viðhaft gagnvart Mýrdælingum og Dyrhólaey.  Ef að finnast nokkur hreiður á friðlýsta svæðinu þá megi loka því í allt að tvo mánuði fyrir eigendum, heimamönnum og ferðafólki.  Þá duga hvorki rök, né beiðnir eða mótmæli eigenda og heimafólks. Lokun skal það vera.
mbl.is Dimmuborgir og Hverfell friðlýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð hjálpi þeim.

Ég segi nú bara:  Guð hjálpi   Mývetningum, ferðaþjónustu þeirra og lífríkinu, ef friðlýsingin verður í framkvæmd með sama valdhroka og yfirgangi eins og umverfisráðherra hefur viðhaft gagnvart Mýrdælingum og Dyrhólaey.
mbl.is Verða friðlýst sem náttúruvætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um Glópaskarð á Dyrhólaey.

Þar sem ég þekki sennilega sögu og tilurð Glópaskarðs manna best..  Vil ég upplýsa eftirfarandi. Við vorum nokkrir ungir menn í Mýrdal sem þótti sárt að vita af fiskimiðunum rétt framan við nefið á okkur en komast ekki á sjó. Þetta var fyrir öll kvótalög og allir máttu veiða án þess að spyrja kóng né prest ef þeir höfðu fleytu til að fara á sjó. Undirritaður reið á vaðið, keypti lítinn plastbát sem gat borið mest 1400 kg af fiski.  þessi bátur var þó of stór til þess að sjósetja og taka upp í fjörunni nema með aðstoð margra manna.  Hannaði þessvegna sjósetningarvagn sem kölluð var "Langavitleysa" Þetta var 25 metra langur vagn á hjólum og var klauf í endanum sem báturinn hékk í.  Vagninn var tengdur jarðýtu og hægt að hækka og lækka vagninn með vökvakerfi ýtunnar,Vagninum var ýtt út í sjó  í Reynishverfinu og bátnum siglt út úr klaufinni. Einn mann þurfti í landi til þess sjósetja og taka í land, en þá var vagninum ýttt út í sjó eins langt og mögulegt var og bátnum siglt inn í hann. síðan var vagninn dreginn í land . Þessi búnaður reyndist furðu vel og var notaður í 3-4 ár. Gallinn var hinsvegar að landsjórinn gat verið mjög sterkur og erfitt að komast út fyrir hann.  Þá var farið að huga að betri aðferð, Úti fyrir Kirkjufjöru á Dyrhólaey var drangur um 300 metra frá landi. Við vorum nokkrir sem sáum þarna möguleika á betri og öruggari sjósetningu með nokkurskonar skíðalyftu fyrirkomulagi. Hringdrætti með vagninn út að drangnum og spili í landi. Með þessu móti mátti sigla inn í vagninn langt utan við öll brot og draga síðan í land eða út.  Gallinn var að þarna var hátt hamrabelti og ekkert skarð. Við vorum 7 bjartsýnir menn sem ákváðum að reyna að koma þessari hugmynd. áfram. Fengum leyfi landeigenda og Náttúruverndarráðs. og afmarkað hafnarsvæði. Kosin var hafnarstjórn og öll verk unnin í samráði við yfirvöld og náttúrverndarráð.. Okkar draumur og fyrirmynd var að gera skarð og aðstöðu í líkingu við það sem við höfðum séð í Færeyjum á Austurey og heitir Gegv eða Gjá. Allir ferðamenn sem koma til Færeyja fara og skoða Gegv. En málin snérust á annan veg. Við skyndilegan viðsnúning Vatnskarðshólabræðra sem höfðu fram til þessa unnið manna best að framkvæmdinni  unnu þeir nú af sama dugnaði á móti framkvæmdinni og fengu Náttúruverndarráð í lið með sér. Er skemmst frá því að segja að við fengum ekki að klára verkið og urðum að síðustu frá að hverfa. Gat þó með harðfylgi í trássi við kærur og verkbann sannað að búnaðurinn virkaði og get sannað það með smá kvikmyndarstubb. Þó að hnýtt sé í þessa framkvæmd er skarðið oftast eina leiðin niður á Kirkjufjöru og efnið úr skarðinu var notað til vegagerðar að því og ofaníburð ofan á garðinn sem við ýttum upp og notaður er sem vegur út í Dyrhólaey. Ég vil því biðja menn að minnast þess að það væri enginn vegur út í Dyrhólaey. Ekkert skarð  til að hneikslast yfir og engin vegur að þessu  svæði eða niður á Kirkjufjöru ef ekki hefði verið fyrir þessar glópsku framkvæmdir. Því er svo við að bæta að við höfðum fengið smá styrki í suma verkþætti en að mestu var þetta okkar framlag og að öllu leiti sjálfboðavinna. Við máttum hröklast frá þessu verki með skömm og engar bætur höfum við fengið fyrir þá verkhluta sem núna nýtast öllum ferðamönnum sem leggja leið sína í Dyrhólaey.  Í raun má líta á þessa framkvæmd sem hluta af útgerðarsögu okkar Mýrdælingaá tímum mikilla breytinga og framfara  og ætti að skoðast í því ljósi Skarðið mætti gera miklu fallegra þannig að það sæist til hvers það var gert. 


mbl.is Þinglýsa eignarhaldi á Dyrhólaey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dyrhólaey.

Ég sem staðið hef í stríði vegna lokunar Dyrhólaeyjar, ásamt fleirum, get tekið heilshugar undir orð Kristínar Lindu Árnadóttur.  Samningur hafði verið gerður milli Umhverfisstofnunar og sveitarstjórnar Mýrdalshrepps þar sem sveitarfélagið átti að annast umsjón og rekstur friðlandsins.  Ráðinn hafði verið landvörður samkvæmt þessum samningi.  Einnig átti að fara að vinna eftir löngu gerðu deiliskipulagi að uppbyggingu svæðisins um gerð gangstíga og hreinlætisaðstöðu. Að undangenginni fuglatalningu á Eynni þótti ekki ástæða til að hafa hana lokaða lengur en til 8. júní. Samningurinn beið hinsvegar staðfestingar Umhverfisráðherra og það svo lengi að einum þingmanni þótti ástæða til fyrirspurnar á  Alþingi, hverju þetta sætti.  Við heimamenn hér fögnuðum þessum samningi og töldum að nú væri loks að nást eithvað vitrænt um málefni Dyrhólaeyjar.  Ekki virðist þó sem allir hafi verið sama sinnis, sbr. grein í Sunnlenska þann 25.5. sl.  Þar telja svokallaðir "ábúendur á eignarjörðum Dyrhólaeyjar", það réttarbrot ef umhverfisráðherra  staðfesti samninginn. og gróflega á sér brotið.   Hvenær Dyrhólaey eignaðist ábúendur og eignajarðir veit ég ekki og hef ekki séð stafkrók um.  Um miðjan dag 9. júní kemur svo bréf frá Umhverfisráðuneytinu þar sem samkomulaginu er gjörbreytt. Lokun Eyjunnar framlengd  og stofna átti samráðsnefnd með svokölluðum ábúendum, sem enginn hefur í þrjá áratugi getað náð nokkrum samningum við.. Mönnum sem ekkert eiga í Dyrhólaey.  Það var svo eftir að við fréttum af þessu bréfi sem mér og fleirum fannst mælirinn fullur. Fjölmenntum við kl. 10 þetta sama kvöld. ( ekki í skjóli nætur)  Rifum þar niður hlið sem Þorsteinn Gunnarsson bóndi á Vatnskarðshólum hafði sett upp á veginn niður að Dyrhólaey í algjöru leyfisleysi. svo og þau skilti sem þar voru og þjónuðu engum tilgangi.  
mbl.is Hillir undir sættir í deilu um Dyrhólaey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dyrhólaey

Þorsteinn minn: Væri nú ekki betra að þú  færir rétt með staðreyndir? Td. eftirfandi:

Að þú settir þetta hlið upp í leyfisleysi í annara manna landi og meinaðir nýráðnum landverði Dyrhólaeyjar aðgang að Eynni.. Að það er enginn ábúandi á Dyrhólaey. . Að þú og margumræddir "ábúendur" eru ekki eigendur að Dyrhólaey og hafa þar ekki annann rétt samkvæmt þinglýsingu en fuglatekju (til matar) og alls ekki þann rétt að gerast æðarbændur í annara manna landi.. Að Umhverfisráðuneytið og eigendur Dyrhólaeyjar höfðu gert með sér samning um vörslu og nýtingu Dyrhólaeyjar og hún skyldi opnuð 8. júní.  Að samkvæmt fugla og hreiðurtalningum hefur æðarfugli fækkað með hverju ári og töldust nú við síðustu talningu 7 æðarfuglshreiður. þrátt fyrir árlega friðun á varptíma fuglanna síðastliðin 30 ár. Mér er ekki kunnugt um að ferðamenn hafi valdið skemmdum á varplandi Eyjunnar, en þú talar um þá eins og einhverja skemmdarvarga eða meindýr inni á svæðinu. Reynsla annarstaðar hefur sýnt að flestir menn og fuglar geta lifað saman í sátt og samlyndi og fuglar sækja í öryggi í nábýli við menn og umferð.  Þetta sannast einnig með því að í nágrenni Víkur hefur æðarvarpi fjölgað.

Reynir Ragnarsson.

fyrverandi lögreluþjónn

 


mbl.is Ráðist inn í Dyrhólaey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víðar pottur brotinn

Held að það hafi líka verið vafasöm embættisgjörð Umhverfisráðherra að ógilda aðalskipulag Mýrdalshrepps fyrir um ári síðan á þeim forsendum að oddviti hreppsins hafi verið vanhæfur. Baka með því hreppsfélaginu ó mældan aukakostnað við að endurtaka skipulagsferlið án breytinga.  Þá er eins og mig minni að það hafi einmitt verið fyrir ráðleggingar umhverfissinna að sorpbrennslustöðin var reist á Kirkjubæjarklaustri.  Held að Sveitarstjórn Skaftárhrepps hafi lagt sig eftir því að starfa sem vistvænt sveitarfélag og notið þar ráðlegginga Umhverfisstofnunar fyrst og fremst..


mbl.is Sömu lög fyrir Flóahrepp og aðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Reynir Ragnarsson

Höfundur

Reynir Ragnarsson
Reynir Ragnarsson
fyrverandi lögreglumaður
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband