Villandi fyrirsögn

Aðalskipulag er skipulag og sýn sveitarstjórnar til framtíðar. Skipulag sem hverri sveitarstjórn er skylt að gera og markar stefnu hennar til að vinna eftir.  Hef ekki séð að aðalskipulög séu tímasett. Það  rétta er að umhverfisráðherra, Svandís Svafarsdóttir, úrskurðaði oddvita hreppsins vanhæfan að hafa unnið að aðalskipulagi hreppsins hvað varðar veglínuna.  Það mætti spyja Umhverfisráðherra hver ætti þá að gera aðalskipulagið í sveitarfélaginu.  Get ekki séð annað en allir íbúar þar hafi hagsmuna að gæta.  Sveitarstjórn er því þvinguð til að taka málið upp að nýju. Það væri hinsvegar algjör svik við kjósendur og yfirlýst markmið þess flokks, sem fékk 4 af 5 sveitarstjórnarmönnum við síðustu kosningar út á stefnu sína í skipulagsmálum,  ef hann félli fra aðal baráttumáli sínu og vilja 80-90 % íbúa sveitarfélagsins. Ég hef ekki séð  neitt í fundargerðum hreppsins sem bendir til þess.  Læt fylgja með þessa limru:

Sveitarstjórn skylt er að gera

og skipulag framtíðar bera

en Svandís er þver

og segir nú hér

oddvitan vanhæfan vera

 

 


mbl.is Gefa eftir veginn um sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning

Eru möguleikar á því að jarðskjálftar í hafi nærri Kolbeinsey geti orsakað flóðbylgju við Norðurland?
mbl.is Skjálfti upp á 3,8 austur af Kolbeinsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherraræði.

Mýrðælingum hefur verið legið á hálsi að hafa ekki lokið við aðalskipulag um hreppinn. Um 80-90% kosningabærra íbúa hreppsins hafa barist lengi fyrir þessari veglínu inn á aðalskipulagið. Veglínu með ósbökkum eða í Dyrhólaósi og síðan  með göngum gegnum Reynisfjall.  Kostir þessarar , veglínu ,umfarm aðrar, hafa verið margtíundaðir. Síðasta hreppsnefnd dró lappirnar til þess að reyna að þóknast örfáum andstæðingum veglínurnar.  Afleiðingin varð sú að í fyrsta skipti í sögu hreppsins var ekki kosið eftir pólitík eða ættartengslum, heldur fékk flokkur farmfarasinna, sem barðist fyrir þessari veglínu og vegabót, fjóra af fimm fulltrúum í hreppsnefnd. Umhverfisverndarsinnar með Umhvefisráðherra í broddi fylkingar  hafa ítrekað reynt að fá Mýrdælinga til þess að falla frá sannfæringu sinni, sem þeim ber þó að fara eftir, við gerð aðalskipulagsins.  Þegar það hefur ekki gengið liggtur næst fyrir að úrskurða hreppsnefndarfólk vanhæft vegna hagsmunatengsla.  Hvaða íbúi í hreppnum á ekki hagsmuna að gæta í þessu máli og hver á þá að vinna þetta aðalskipulag ef íbúarnir mega það ekki.?  Það eru ósannindi að þessi fyrirhugaða veglína liggi um akurlönd og þarf í raun hvergi að liggja um ræktað land. Það verður ekki sagt um aðrar veglínur sem til umræðu hafa komið.
mbl.is Ráðherra hafnar færslu hringvegar í Mýrdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að dæma lifendur og dauða.

Hvernig má það vera að bankarnir sem komu  landinu og viðskiptavinum sínum  á hausinn með óráðsíu, þjófnaði og allskonar bellibrögðum. skuli á eftir settir í  hásæti almáttugs að dæma lifendur og dauða.  Að heiðvirt fólk sem gerði áætlanir, sem það hefði getað staðið við, þarf núna að skríða fyrir þessu valdi eins og sakafólk og biðja um grið. Í raun hefði Alþingi átt að stöðva þessa vitleysu strax og láta fyrri samninga og tölur standa eins og staðan var fyrir hrun. Að láta bankafólk gutla við í áravís að reikna út hvernig best sé að blóðmjólka skuldunautana er fásinna.  Bankarnir geta vel  staðið undir þessum bagga, enda fengið lánasafnið á vildarkjörum.  Ef ekki, gætu þeir leitað til þeirra hluthafa sinna sem stolið höfðu hvað mestu af þeim .  Þó að einhver bankanna  hefði farið á  hausinn, sem ég efast stórlega um, þá er það aðeins  landhreinsun að hafa heldur færri afætur. Farið hefur fé betra og merkilegt að Alþingismenn skuli ekki beita hnífnum þar í stað þess að ráðast á sjúkrahúsin.
mbl.is Vill almenna lækkun skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að dæma lifendur og dauða.

Ég get ekki að því gert en mér finnst alröng aðferðasfræði vera viðhöfð íí þessum skuldaskilum við bankana.  Fyrst koma bankarnir og stjórnendur þeirra öllu á hausinn. Síðan eru þeir settir í þá valdastöðu að dæma lifendur og dauða, eða allavega hverjir skulu lífi halda.  Núna  þarf sá aðili sem bankinn hefur komið í þessa aðstöðu að koma skríðandi til þessa almáttugs  og biðja náðasrsamlegast um smávægilega leiðréttingu, sem reiknuð er út á þeim forsendum að bankinn græði sem mest og fórnarlambið geti dregið fram lífið meðan verið er að blóðmjólka það.  Síðan má það deyja drottni sínum eða skulum við segja banka sínum.  Í raun finnst mér að það ætti að vera valdaklíka bankanna sem kæmi  skríðandi til þeirra sem þeir hafa komið í þessa aðstöðu og reyna að semja við þá um bætur en ekki öfugt.  Það ætti að vera þess sem ranglætið og þjófnaðurinn var  framinn á að fara fram á bætur en ekki öfugt.  Þetta yrðu sennilega óframkvæmanleg réttarhöld.  Því finnst mér að alþingi eigi þegar í stað að stöðva þessa endaleysu bankavaldsins og færa skuldir allra til þeirrar upphæðar sem var fyrir hrun og fólk hafði samið um. Og þó fyrr hefði verið. Ef einhverjir bankar ættu erfitt með þetta, geta þeir leitað til hluthafa sinna sem matað hafa krókinn. Ef ekki þá mega þeir bara fara á hausinn.  Farið hefur fé betra.

 


mbl.is Lýsa yfir vanþóknun á háum afskriftum í bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Reynir Ragnarsson

Höfundur

Reynir Ragnarsson
Reynir Ragnarsson
fyrverandi lögreglumaður
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband