Dyrhólaey.

Ég sem staðið hef í stríði vegna lokunar Dyrhólaeyjar, ásamt fleirum, get tekið heilshugar undir orð Kristínar Lindu Árnadóttur.  Samningur hafði verið gerður milli Umhverfisstofnunar og sveitarstjórnar Mýrdalshrepps þar sem sveitarfélagið átti að annast umsjón og rekstur friðlandsins.  Ráðinn hafði verið landvörður samkvæmt þessum samningi.  Einnig átti að fara að vinna eftir löngu gerðu deiliskipulagi að uppbyggingu svæðisins um gerð gangstíga og hreinlætisaðstöðu. Að undangenginni fuglatalningu á Eynni þótti ekki ástæða til að hafa hana lokaða lengur en til 8. júní. Samningurinn beið hinsvegar staðfestingar Umhverfisráðherra og það svo lengi að einum þingmanni þótti ástæða til fyrirspurnar á  Alþingi, hverju þetta sætti.  Við heimamenn hér fögnuðum þessum samningi og töldum að nú væri loks að nást eithvað vitrænt um málefni Dyrhólaeyjar.  Ekki virðist þó sem allir hafi verið sama sinnis, sbr. grein í Sunnlenska þann 25.5. sl.  Þar telja svokallaðir "ábúendur á eignarjörðum Dyrhólaeyjar", það réttarbrot ef umhverfisráðherra  staðfesti samninginn. og gróflega á sér brotið.   Hvenær Dyrhólaey eignaðist ábúendur og eignajarðir veit ég ekki og hef ekki séð stafkrók um.  Um miðjan dag 9. júní kemur svo bréf frá Umhverfisráðuneytinu þar sem samkomulaginu er gjörbreytt. Lokun Eyjunnar framlengd  og stofna átti samráðsnefnd með svokölluðum ábúendum, sem enginn hefur í þrjá áratugi getað náð nokkrum samningum við.. Mönnum sem ekkert eiga í Dyrhólaey.  Það var svo eftir að við fréttum af þessu bréfi sem mér og fleirum fannst mælirinn fullur. Fjölmenntum við kl. 10 þetta sama kvöld. ( ekki í skjóli nætur)  Rifum þar niður hlið sem Þorsteinn Gunnarsson bóndi á Vatnskarðshólum hafði sett upp á veginn niður að Dyrhólaey í algjöru leyfisleysi. svo og þau skilti sem þar voru og þjónuðu engum tilgangi.  
mbl.is Hillir undir sættir í deilu um Dyrhólaey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Helgason

Hvað eru tkjurnar af æðarvarpinu á Dyrhólaey miklar. Æðarvarpið sem er eldisstöð minka og refa undir friðun eða lokun Eyjarinnar. Og Reynir. Hverjir eru eigenur Dyrhólaeyjar?

Njörður Helgason, 17.6.2011 kl. 11:12

2 Smámynd: Reynir Ragnarsson

Sæll Njörður og þakka fyrir bloggið.   Dyrhólahverfi skiptist í svokölluð Austurhús og Vesturhús. Til Austurhúsa teljast Eystri-Dyrhólar, Loftsalir, Norðurgarður og Dyrhólahjáleiga. Í þinglýsingarbókum er sagt að Austurhús eigi Dyrhólaey en Vesturhús hafi rétt á móti þeim til fuglatekju. Til Vesturhúsa teljast jarðirnar Garðakot, Vestri-Dyrhólar,-Litluhólar og Vatnskarðshólar.  Núverandi eigendur að Dyrhólaey eru erfingjar Suðurvíkurbúsins, með um 49% eignarhlut en þeir eiga Loftsali og Dyrhólahjáleigu.  Mýrdalshreppur á 51% vegna Eystri Dyrhóla.  Mýrdalshreppur seldi síðar Eystri-Dyrhóla til Þorsteins Gunnarssonar á Vatnskarðshólum, en hélt þá eftir eignarhlut sínum í Dyrhólaey.  

Reynir Ragnarsson, 17.6.2011 kl. 22:16

3 Smámynd: Njörður Helgason

Já þakka þér Reynir. Þarna fékk ég staðfestingu.

Njörður Helgason, 17.6.2011 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Reynir Ragnarsson

Höfundur

Reynir Ragnarsson
Reynir Ragnarsson
fyrverandi lögreglumaður
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband