Um Glópaskarð á Dyrhólaey.

Þar sem ég þekki sennilega sögu og tilurð Glópaskarðs manna best..  Vil ég upplýsa eftirfarandi. Við vorum nokkrir ungir menn í Mýrdal sem þótti sárt að vita af fiskimiðunum rétt framan við nefið á okkur en komast ekki á sjó. Þetta var fyrir öll kvótalög og allir máttu veiða án þess að spyrja kóng né prest ef þeir höfðu fleytu til að fara á sjó. Undirritaður reið á vaðið, keypti lítinn plastbát sem gat borið mest 1400 kg af fiski.  þessi bátur var þó of stór til þess að sjósetja og taka upp í fjörunni nema með aðstoð margra manna.  Hannaði þessvegna sjósetningarvagn sem kölluð var "Langavitleysa" Þetta var 25 metra langur vagn á hjólum og var klauf í endanum sem báturinn hékk í.  Vagninn var tengdur jarðýtu og hægt að hækka og lækka vagninn með vökvakerfi ýtunnar,Vagninum var ýtt út í sjó  í Reynishverfinu og bátnum siglt út úr klaufinni. Einn mann þurfti í landi til þess sjósetja og taka í land, en þá var vagninum ýttt út í sjó eins langt og mögulegt var og bátnum siglt inn í hann. síðan var vagninn dreginn í land . Þessi búnaður reyndist furðu vel og var notaður í 3-4 ár. Gallinn var hinsvegar að landsjórinn gat verið mjög sterkur og erfitt að komast út fyrir hann.  Þá var farið að huga að betri aðferð, Úti fyrir Kirkjufjöru á Dyrhólaey var drangur um 300 metra frá landi. Við vorum nokkrir sem sáum þarna möguleika á betri og öruggari sjósetningu með nokkurskonar skíðalyftu fyrirkomulagi. Hringdrætti með vagninn út að drangnum og spili í landi. Með þessu móti mátti sigla inn í vagninn langt utan við öll brot og draga síðan í land eða út.  Gallinn var að þarna var hátt hamrabelti og ekkert skarð. Við vorum 7 bjartsýnir menn sem ákváðum að reyna að koma þessari hugmynd. áfram. Fengum leyfi landeigenda og Náttúruverndarráðs. og afmarkað hafnarsvæði. Kosin var hafnarstjórn og öll verk unnin í samráði við yfirvöld og náttúrverndarráð.. Okkar draumur og fyrirmynd var að gera skarð og aðstöðu í líkingu við það sem við höfðum séð í Færeyjum á Austurey og heitir Gegv eða Gjá. Allir ferðamenn sem koma til Færeyja fara og skoða Gegv. En málin snérust á annan veg. Við skyndilegan viðsnúning Vatnskarðshólabræðra sem höfðu fram til þessa unnið manna best að framkvæmdinni  unnu þeir nú af sama dugnaði á móti framkvæmdinni og fengu Náttúruverndarráð í lið með sér. Er skemmst frá því að segja að við fengum ekki að klára verkið og urðum að síðustu frá að hverfa. Gat þó með harðfylgi í trássi við kærur og verkbann sannað að búnaðurinn virkaði og get sannað það með smá kvikmyndarstubb. Þó að hnýtt sé í þessa framkvæmd er skarðið oftast eina leiðin niður á Kirkjufjöru og efnið úr skarðinu var notað til vegagerðar að því og ofaníburð ofan á garðinn sem við ýttum upp og notaður er sem vegur út í Dyrhólaey. Ég vil því biðja menn að minnast þess að það væri enginn vegur út í Dyrhólaey. Ekkert skarð  til að hneikslast yfir og engin vegur að þessu  svæði eða niður á Kirkjufjöru ef ekki hefði verið fyrir þessar glópsku framkvæmdir. Því er svo við að bæta að við höfðum fengið smá styrki í suma verkþætti en að mestu var þetta okkar framlag og að öllu leiti sjálfboðavinna. Við máttum hröklast frá þessu verki með skömm og engar bætur höfum við fengið fyrir þá verkhluta sem núna nýtast öllum ferðamönnum sem leggja leið sína í Dyrhólaey.  Í raun má líta á þessa framkvæmd sem hluta af útgerðarsögu okkar Mýrdælingaá tímum mikilla breytinga og framfara  og ætti að skoðast í því ljósi Skarðið mætti gera miklu fallegra þannig að það sæist til hvers það var gert. 


mbl.is Þinglýsa eignarhaldi á Dyrhólaey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Segðu mér er ekki verið að tala um að hafa lokað fyrir aðgang bara yfir varptíma...

Mér finnst ekkert að því að hafa lokað fyrir aðgang almennings yfir varptíma.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.6.2011 kl. 08:32

2 Smámynd: Reynir Ragnarsson

jú varptíminn og lokunartíminn hefur verið frá 1.maí til 25.júní eða tæpa tvo mánuði. Hefur þú heyrt um fugla sem hafa hætt við varp vegna umferðar?. Verpa ekki fuglar í vegköntum? það virðist einnig sem æðarkollur velji frekar hreiðurstæði nærri byggð eða umferð, jafnvel meðfram flugbrautum. Þessi lokun um varptímann í 30 ár hefur ekki skilað öðru samkvæmt fuglatalningum  en að æðarvarp er nú 1% af því sem það var fyrir lokunarferlið

Reynir Ragnarsson, 19.6.2011 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Reynir Ragnarsson

Höfundur

Reynir Ragnarsson
Reynir Ragnarsson
fyrverandi lögreglumaður
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband