Guð hjálpi þeim

Ég segi nú bara Guð hjálpi Mývetningum, ferðaþjónustu þeirra og lífríkinu, ef friðlýsingin verður í framkvæmd með sama valdhroka og yfirgangi eins og Umhverfisráðherra  hefur viðhaft gagnvart Mýrdælingum og Dyrhólaey.  Ef að finnast nokkur hreiður á friðlýsta svæðinu þá megi loka því í allt að tvo mánuði fyrir eigendum, heimamönnum og ferðafólki.  Þá duga hvorki rök, né beiðnir eða mótmæli eigenda og heimafólks. Lokun skal það vera.
mbl.is Dimmuborgir og Hverfell friðlýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við ekki á Íslandi að láta umhverfisvernd og ferðaþjónustu halda hönd í hönd?

Var ekki vandamálið hjá ykkur að enginn vissi hver átti Dyrhólaey?  Eða var það rangt skilið hjá mér hvað þú hefur skrifað?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 01:26

2 identicon

Tek undir spurningarnar hjá stórvini mínum (Esb-sinnanum) honum Stefáni ráðherrabróðir er ritar hér ofar.

Núma er illa við ESB.

Númi (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 06:05

3 identicon

Tek undir orð þín Stefán, Umhverfisvernd og ferðaþjónusta á að haldast í hönd og styðja hvora aðra.  Það hefur líka alltaf verið vitað hverjir eiga Dyrhólaey.  Eigendurnir hafa barist fyrir opnun Eyjunnar.  Það eru hinsvegar aðrir aðilar sem eiga ítak á móti eigendum til fuglatekju. Þessir menn virðast einnig eiga ítök í Umhverfisráðuneytinu og stýra gerðum þess í eigin hagsmuna skyni.  Þetta er allt hið furðulegasta mál.  Við heimamenn skiljum ekki hversvegna Umhverfisráðherra skrifar ekki undir það samkomulag sem sveitarstjórn hafði gert við Umhverfisstofnun til lausnar þessari deilu og kýs heldur að hleypa öllu í bál og brand..

reynir-ragnarsson (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Reynir Ragnarsson

Höfundur

Reynir Ragnarsson
Reynir Ragnarsson
fyrverandi lögreglumaður
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband