Ráðherraræði.

Mýrðælingum hefur verið legið á hálsi að hafa ekki lokið við aðalskipulag um hreppinn. Um 80-90% kosningabærra íbúa hreppsins hafa barist lengi fyrir þessari veglínu inn á aðalskipulagið. Veglínu með ósbökkum eða í Dyrhólaósi og síðan  með göngum gegnum Reynisfjall.  Kostir þessarar , veglínu ,umfarm aðrar, hafa verið margtíundaðir. Síðasta hreppsnefnd dró lappirnar til þess að reyna að þóknast örfáum andstæðingum veglínurnar.  Afleiðingin varð sú að í fyrsta skipti í sögu hreppsins var ekki kosið eftir pólitík eða ættartengslum, heldur fékk flokkur farmfarasinna, sem barðist fyrir þessari veglínu og vegabót, fjóra af fimm fulltrúum í hreppsnefnd. Umhverfisverndarsinnar með Umhvefisráðherra í broddi fylkingar  hafa ítrekað reynt að fá Mýrdælinga til þess að falla frá sannfæringu sinni, sem þeim ber þó að fara eftir, við gerð aðalskipulagsins.  Þegar það hefur ekki gengið liggtur næst fyrir að úrskurða hreppsnefndarfólk vanhæft vegna hagsmunatengsla.  Hvaða íbúi í hreppnum á ekki hagsmuna að gæta í þessu máli og hver á þá að vinna þetta aðalskipulag ef íbúarnir mega það ekki.?  Það eru ósannindi að þessi fyrirhugaða veglína liggi um akurlönd og þarf í raun hvergi að liggja um ræktað land. Það verður ekki sagt um aðrar veglínur sem til umræðu hafa komið.
mbl.is Ráðherra hafnar færslu hringvegar í Mýrdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Mér finnst að það vanti inn í umræðuna um vegabætur, að það sé sýnt á korti eða með teikningu, hvar hinir fyrirhuguðu vegir eigi að liggja.

Tryggvi Helgason, 27.10.2010 kl. 13:45

2 identicon

Hér eru allar upplýsingar um aðalskipulagið. 

http://vik.is/Stjornsysla/09-Skipulags-byggingarmal/Adalskipulag/Adalskipulag.htm

Bryndís Fanney Harðardóttir (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 14:34

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála síðasta ræðumanni! Göngin ætti að skoða í fullri alvöru.

Sigurður Haraldsson, 27.10.2010 kl. 15:57

4 Smámynd: Tryggvi Helgason

Ég reyndi að finna kort um þessar fyrirhuguðu vegabætur með því að leita samkvæmt upplýsingum hér að ofan (Athugasemd #2), - en tókst ekkiað finna neitt kort eða teikningu af fyrirhuguðum vegi. TH

Tryggvi Helgason, 27.10.2010 kl. 16:07

5 identicon

Tryggvi í þessari skýrslu sérðu allar tillögur af veglínum.

Skýrsla Vegagerðarinnar um mögulegar veglínur í Mýrdal, útg. nóv. 2008.

Bryndís Fanney Harðardóttir (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Reynir Ragnarsson

Höfundur

Reynir Ragnarsson
Reynir Ragnarsson
fyrverandi lögreglumaður
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband